Álversframkvæmdir og kísilver í farvatninu
Forstjóri Norðuráls vonast til að framkvæmdir við Álverið í Helguvík fari í gang af fullum þunga eftir áramótin. Það verður þó aldrei fyrr en samningar við orkuverin hafa verið undirritaðir og tryggt að Landsnet geti afhent orkuna.
Þetta er meðal þess sem fram kom á síðasta fundi atvinnu- og hafnaráðs Reykjanesbæjar. Þar var farið yfir framkvæmdir á lóð álversins en þar er bæði unnið við klæðningu á kerskálum og einnig er unnið í fráveitumálum.
Í samtali við Víkurfréttir sagði Pétur Jóhannsson, framkvæmdastjóri atvinnu- og hafnaráðs, að málefni álversins væri betur stödd í dag ef oft áður, þar sem fyrir liggi að raforkuverið sé ákveðið, þó svo ekki hafi verið skrifað undir þá samninga.
Af öðrum stórum framkvæmdum í Helguvík er það að frétta að viðræður standa yfir þessa dagana við erlenda fjárfesta sem vonandi skila árangri og segir Pétur Jóhannsson að samkvæmt þeim upplýsingum sem liggi fyrir atvinnu- og hafnaráði þá muni framkvæmdir hefjast á lóð fyrirtækisins í þessum mánuði.