Álver í Straumsvík tekið fram yfir álver í Helguvík
Stjórn Landsvirkjunar tók stækkun álversins í Straumsvík fram yfir nýtt álver í Helguvík þar sem Alcan bauðst til að greiða hærra verð fyrir raforkuna. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra segir að þessi ákvörðun hafi verið tekin án samráðs við sig. Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, segir þetta hins vegar hafa verið pólitíska ákvörðun. Frá þessu er greint á www.visir.is í kvöld.
Með ákvörðun stjórnar Landsvirkjunar í gær um að ganga til viðræðna við Alcan er mörkuð sú stefna að næstu stóriðjuframkvæmdir skuli verða á suðvesturhorni landsins, við stækkun í Straumsvík og smíði virkjana á Hellisheiði og Suðurlandsundirlendi. Þegar Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra var spurð um þessa stefnumörkun vísaði hún á stjórn Landsvirkjunar.
Stjórn Landsvirkjunar stóð frammi fyrir því vali hvort semja ætti um sölu raforkunnar til Straumsvíkur eða til nýs álvers sem eigendur Norðuráls áforma að reisa í Helguvík.
Með ákvörðun stjórnar Landsvirkjunar í gær um að ganga til viðræðna við Alcan er mörkuð sú stefna að næstu stóriðjuframkvæmdir skuli verða á suðvesturhorni landsins, við stækkun í Straumsvík og smíði virkjana á Hellisheiði og Suðurlandsundirlendi. Þegar Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra var spurð um þessa stefnumörkun vísaði hún á stjórn Landsvirkjunar.
Stjórn Landsvirkjunar stóð frammi fyrir því vali hvort semja ætti um sölu raforkunnar til Straumsvíkur eða til nýs álvers sem eigendur Norðuráls áforma að reisa í Helguvík.