Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Álver í Helguvík: Fyrsta skóflustunga á morgun
Fimmtudagur 5. júní 2008 kl. 13:09

Álver í Helguvík: Fyrsta skóflustunga á morgun

Fyrsta skóflustungan að nýju álveri í Helguvík verður tekin á morgun. Sveitarfélögin Reykjanesbær og Garður samþykktu byggingaleyfi vegna álvers í Helguvík um miðjan mars og hófst undurbúningur framkvæmda þá þegar.

Forsvarsmenn Norðuráls hyggjast skrifa undir samning við Íslenska aðalverktaka um byggingu kerskálanna. Í kjölfarið fara framkvæmdir á fullt en þetta ár fer að mestu í jarðvegsvinnu. Bygging kerskálanna sjálfra hefst í árslok.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Gert er ráð fyrir að fyrsta áfanga álversins verði lokið í árslok 2010.


Sem kunnungt er hafa Náttúruverndarsamtök Íslands og Landvernd mótmælt og lagst gegn álveri í Helguvík. Náttúruverndarsamtök Íslands hafa kært veitingu byggingaleyfis til úrskurðarnefndar skipulags og byggingamála og Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra, hefur gagnrýnt hve fljótt byggingaleyfið var veitt.

Landvernd kærði umhverfismat álversins til umhverfisráðherra sem vísaði kærunni frá gegn eigin vilja. Þó framkvæmdir séu að hefjast á enn eftir að leiða til lykta nokkur mál.

Álverið hefur ekki fengið losunarkvóta vegna gróðurhúsalofttegunda.
Umhverfisstofnun á enn eftir að veita álverinu starfsleyfi en að líkindum verður auglýst eftir athugasemdum við slíkt leyfi í næstu viku. Loks er Landsnet í viðræðum við sveitarfélög á suðurnesjum um lagningu nýrrar háspennulínu á svæðinu. Þær viðræður hafa ekki gengið vel eins og greint var frá í fréttum nýlega.

Heimild: ruv.is.