Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Álver í Helguvík endanlega úr sögunni?
Fimmtudagur 1. desember 2016 kl. 10:31

Álver í Helguvík endanlega úr sögunni?

-Gerðardómur dæmdi HS Orku í vil varðandi orkusölusamning við Norðurál

Gerðadómur hefur dæmt HS Orku í vil varðandi orkusölusamning fyrirtækisins til álvers Norðuráls í Helguvík. Þetta mál hefur verið í dómskerfinu mörg undanfarin ár en samningur milli fyrirtækjanna var gerður fyrir tæpum áratug.„Við erum ánægð að þetta langvinna mál sé nú að baki. Þessi niðurstaða mun gera okkur kleift að leita nýrra samningstækifæra á Íslandi án takmarkana eftir því sem ný orka verður til reiðu,“ segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku við VF.

Gerðardómurinn komst að þeirri niðurstöðu að orkusölusamningurinn væri sökum tiltekinna kringumstæðna ekki lengur í gildi. Ennfremur var það niðurstaða gerðardómsins að lok samningsins væru ekki af völdum HS Orku og öllum gagnkröfum Norðuráls Helguvíkur ehf. í málinu var hafnað.
Þetta þýðir að HS Orka er laus undan samningnum en að sama skapi eru ekki miklar líkur á því að álver verði byggt í Helguvík. Álverð er um það bil helmingi lægra en þegar samningur HS Orku og Norðuráls var undirritaður og var orkuverðið miðað við álverð.
Álver þarf 400 til 600 megabæta orku en slíkt magn er ekki í boði núna. Til samanburðar þarf kísilver í Helguvík tíu til fimmtán sinnum minni orku.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024