Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Alvarlegum slysum í umferðinni fjölgaði í fyrra á Suðurnesjum
Miðvikudagur 30. mars 2011 kl. 16:27

Alvarlegum slysum í umferðinni fjölgaði í fyrra á Suðurnesjum

Í slysaskýrslu Umferðarstofu fyrir árið 2010 sem er nýkomin út kemur fram lítilsháttar heildarfækkun slasaðra á Suðurnesjum. Um er að ræða sveitarfélögin fimm, Reykjanesbæ, Grindavík, Sandgerði, Garð og Voga auk vega utanbæjar á svæðinu. Árið 2009 slösuðust samtals 106 á Suðurnesjum, þar af 10 alvarlega. Einn lést í umferðinni það ár, segir í frétt frá Umferðarstofu.

Árið 2010 slösuðust samtals 98 á svæðinu, þar af 15 alvarlega og tveir létust. 95 slösuðust lítið árið 2009, en voru 81 á nýliðnu ári. Nánast jafn margir slösuðust bæði árin í Reykjanesbæ, en þeim fækkaði úr 45 í 35 utan þéttbýlis á svæðinu.

Það er öllum ljóst að ekki er hægt að setja umferðarslys eingöngu á fjárhagslegan mælikvarða. Þeim tengjast stór vandamál af öðru tagi. En samt hafa verið gerðir kostnaðarmælikvarðar á slys og samkvæmt því kostuðu slysin á Suðurnesjum einum 1560 milljónir króna á síðasta ári. Þar er miðað við að hvert banaslys kosti 285 milljónir, alvarlegt slys 45,5 og slys með minni háttar meiðslum 3,8 milljónir. Gott væri að geta nýtt það fjármagn til annarra verka.

Þess má geta að öll sveitarfélög á Suðurnesjum hafa gert samning við Umferðarstofu um gerð umferðaröryggisáætlunar og hefur eitt þeirra, Grindavík lokið því verkefni.

Frekari upplýsingar úr slysaskýrslu Umferðarstofu er að finna á heimasíðunni: www.us.is.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024