Miðvikudagur 14. júlí 2021 kl. 23:45
				  
				Alvarlegt vinnuslys í Reykjanesbæ
				
				
				Alvarlegt vinnuslys varð á byggingarsvæði í Reykjanesbæ á öðrum tímanum í dag þegar maður varð undir steini.
Að sögn lögreglu fór fjölmennt lið viðbragsaðila þegar á vettvang og rannsakar lögregla og Vinnueftirlit tildrög slyssins. 
Lögregla veitir ekki frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.
