Alvarlegt vinnuslys í Keflavík
Alvarlegt vinnuslys varð í Plastgerð Suðurnesja um hádegi í dag. Maður klemmdist illa í vinnuvél sem notuð er til að steypa frauðplastkassa.
Tveir sjúkrabílar brá Brunavörnum Suðurnesja fóru á vettvang, ásamt lögreglu. Hinn slasaði var fluttur á Landspítalann í Fossvogi. Lögreglubílar fylgdu sjúkrabílnum til Reykjavíkur til að greiða leið hans vegna alvarleika slyssins.
Ekki er vitað um líðan mannsins.