Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Alvarlegt umferðarslys í Reykjanesbæ
Miðvikudagur 12. desember 2007 kl. 18:00

Alvarlegt umferðarslys í Reykjanesbæ

Kona slasaðist alvarlega í hörðum árekstri sem var á Njarðarbraut í Reykjanesbæ síðdegis þar sem tveir bílar sem komu úr sitt hvorri áttinni skullu saman. Fjórir urðu fyrir minni háttar meiðslum. Annar bíllinn hafnaði utan vegar og þurftu Brunavarnir Suðurnesja að beita klippum til að ná bílstjóra út úr bílnum. Hinn bíllinn valt á hliðina en hélst inni á veginum. Þriðji bíllinn lenti einnig í árekstrinum en var minna skemmdur.

Konan var flutt með hraði til aðhlynningar á Landsspítala í Reykjavík og er ekki vitað um ástand hennar að svo stöddu.

 

Mynd: Frá slysstað á Njarðarbraut nú síðdegis. Ljósmynd: Ellert Grétarsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024