Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Alvarlegt umferðarslys í Keflavík
Föstudagur 4. júlí 2003 kl. 15:11

Alvarlegt umferðarslys í Keflavík

Ökumaður bifreiðar, sem ók á húsvegg á horni Aðalgötu og Smáratúns í Keflavík í Keflavík eftir hádegið í dag, hefur verið úrskurðaður látinn. Lögreglan fer með rannsókn slyssins en atvik á slysstað eru óljós. Þegar björgunarmenn komu á staðinn var ljóst að málið var alvarlegt en ökumaður bifreiðarinnar, eldri karlmaður, var ekki með lífsmarki.Myndin er frá slysstað.

VF-ljósmynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024