Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 15. mars 2001 kl. 23:30

Alvarlegt umferðarslys á Reykjanesbraut

Alvarlegt umferðarslys varð á Reykjanesbraut á ellefta tímanum í kvöld. Þar varð árekstur tveggja bifreiða. Sjúkrabílar frá Keflavík og höfuðborgarsvæðinu voru sendir á vettvang ásamt tækjabílum slökkviliðanna í Keflavík og Hafnarfirði.Samkvæmt fyrstu fréttum voru fimm slasaðir og þurfti að beita klippum til að losa einn slasaðan úr bíl.
Fimm sjúkrabifreiðar voru á vettvangi þegar mest var og fjölmennt lið björgunarmanna. Samkvæmt fyrstu upplýsingum á vettvangi varð ekki banaslys en ekki vitað hversu slasað fólkið var.

Nánari upplýsingar af slysinu á vef Víkurfrétta í fyrramálið.

Ljósmyndir af vettvangi slyssins. Reykjanesbraut var lokað á meðan unnið var á vettvangi og fjölmiðlafólkii ekki hleypt að slysstað. Víkurfréttir voru komnar á vettvang áður en honum var lokað og þetta því einu myndirnar af slysinu meðan unnið var á vettvangi. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024