Föstudagur 5. janúar 2024 kl. 12:25
				  
				Alvarlegt umferðarslys á Grindavíkurvegi
				
				
				Alvarlegt umferðarslys varð á Grindavíkurvegi, nærri Reykjanesbraut, á tólfta tímanum í dag. 
Tvær bifreiðar, steypubíll og fólksbíll, rákust saman. Þrennt var í bílunum en ekki liggja fyrir nánari upplýsingar, aðrar en að slysið sé alvarlegt.