Alvarlegt umferðarslys á Grindavíkurvegi
Allir tiltækir sjúkrabílar frá Grindavík og Reykjanesbæ voru sendir á slysstað á Grindavíkurvegi skammt frá gatnamótum að Bláa lóninu. Einnig tækjabíll frá Slökkviliði Grindavíkur og fjölmennt lögreglulið lögreglustjórans á Suðurnesjum.
Harður árekstur varð á Grindavíkurvegi í brekku upp af nýjum gatnamótum sem gerð hafa verið á veginum við afleggjara að Bláa lóninu.
Ekki fást upplýsingar um slysið eða hversu margir eru slasaðir en fyrir liggur að slysið er alvarlegt.
Grindavíkurvegi var strax lokað eftir slysið og má búast við að lokunin vari fram undir hádegi.