Alvarlegt umferðarslys – Grindavíkurvegur lokaður
Alvarlegt umferðarslys varð á Grindavíkurveginum á sjöunda tímanum í morgun. Þar skullu tveir bílar saman. Útkallsaðilar vinna þessa stundina á vettvangi og er vegurinn lokaður. Vegfarendum til Grindavíkur er bent á að fara í gegnum Hafnir og suður með ströndinni.
Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson