„Alvarlegar afleiðingar ef ásakanir kæmu fram“
				- starfsmenn félagsmiðstöðvar vilja ekki vinna einir
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			
Fram eru komnar efasemdir frá starfsmönnum félagsmiðstöðvarinnar Eldingar í Garði að vera settir í þá aðstöðu að vinna aleinir í Eldingunni þegar opið er. „Getur þetta haft alvarlegar afleiðingar ef ásakanir kæmu fram um eitthvað misjafnt eða slys verður á staðnum. Einnig ef eitthvað kæmi fyrir starfsmanninn sjálfan,“ segir í nýrri fundargerð íþrótta- og æskulýðsnefndar Sveitarfélagsins Garðs.
Nefndin er sammála að þetta þurfi að skoða nánar og færa til betri vegar. Guðbrandi J. Stefánssyni, æskulýðsfulltrúa Garðs, er falið að koma þessari ábendingu áfram til bæjaryfirvalda.
Mynd úr safni





 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				