Alvarlega slasaður eftir hátt fall
Verkamaður féll af vinnupalli við nýbyggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í síðustu viku. Hann var alvarlega slasaður eftir fallið og var fluttur með hraði á sjúkrahús í Reykjavík.„Við fórum í 35 sjúkraflutninga og 2 brunaútköll, þar af kom níu sinnum fyrir að við þurftum að fara á fleiri en eitt útkall samtímis. Útköllin voru flest tengd slysum og alvarlegum veikindum sem og hefðbundnum flutningum.“Ekið á lítinn dreng
Fjögurra ára drengur á hjóli varð fyrir bíl um helgina. Slysið átti sér stað á Smáratúni í Keflavík og drengurinn var fluttur á HSS í skoðun. Hann reyndist vera nánast ómeiddur. Á föstudag varð bílvelta á Reykjanesbraut. Tvennt var í bílnum og voru báðir aðilar fluttir á sjúkrahús.
„Það var rosalega mikið að gera hjá okkur um helgina“, sagði Sigmundur Eyþórsson slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja þegar blaðamaður VF leit við í heimsókn í vikunni.
Mikill eldur
BS fór í tvö brunaútköll. Í öðru tilfellinu hafði verið kveikt í rusli við fiskverkunarhús í Njarðvík. Tilkynning barst frá nærliggjandi húsi um að mikill eldur logaði upp úr þaki hússins. Betur fór en á horfðist því kveikt hafði verið í pappakössum og öðru léttu rusli á milli tveggja gáma sem stóðu við húsvegg. Móðir náttúra, vindar og fleiri utanaðkomandi þættir, höfðu orðið til þess að eldurinn varð mjög sýnilegur. Hitt brunaútkallið var tengt brunaviðvörunarkerfi sem fór í gang. Aðgerða var ekki þörf.






