Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Alvarlega gengið fram hjá einu af flaggskipum Reykjanesbæjar
Föstudagur 3. febrúar 2023 kl. 08:19

Alvarlega gengið fram hjá einu af flaggskipum Reykjanesbæjar

Guðbergur Ingólfur Reynisson segir í bókun sem hann lagði fram á fundi umhverfis- og skipulagsráðs að alvarlega sé gengið fram hjá einu af flaggskipum Reykjanesbæjar, íþróttum, í drögum að markaðsstefnu Reykjanesbæjar.

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar var tekin fyrir ósk menningar- og atvinnuráðs um umsögn við drög að markaðsstefnu Reykjanesbæjar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Í drögum að markaðsstefnu Reykjanesbæjar eru settar fram „Stoðir sem eru settar í fókus“ en þær eru þrjár samkvæmt framlagðri tillögu: Skapandi greinar (menningin, söfnin, skapandi íbúar og skólarnir), Nýsköpun og Náttúran.

Okkur í Sjálfstæðisflokknum finnst sérstakt að þrátt fyrir að á öðrum stað í stefnunni sé rætt um íþróttabæinn Reykjanesbæ sé ekki orð um íþróttir sem meginstoð sveitarfélagsins.

Í stefnunni segir að þessar stoðir séu settar fram annars vegar byggðar á styrkleikum bæjarfélagsins og hins vegar á þeim þáttum sem teljast mikilvægastir til að efla ímynd bæjarins, eins og stendur í stefnunni.

Okkur í Sjálfstæðisflokki finnst alvarlega gengið fram hjá einu af flaggskipum Reykjanesbæjar, íþróttum, í þessum drögum.“

Umhverfis- og skipulagsráð lýsti á fundinum yfir ánægju með drög að markaðsstefnu Reykjanesbæjar sem er vel undirbyggð, ítarleg og getur nýst sem mikilvægt tæki til ímyndarstyrkingar fyrir sveitarfélagið.