Alvarleg líkamsárás unglingspilts – veitti öðrum alvarlega höfuðáverka
Ein alvarleg líkamsárás kom upp á vaktinni en 16 ára piltur er grunaður um að hafa veitt öðrum 17 ára pilti alvarlega höfuðáverka. Sá var fluttur þungt haldinn til Landsspítala Háskólasjúkrahúss í Fossvogi. Sá sem grunaður er um verknaðinn var handtekinn og er málið í rannsókn. Atvikið átti sér stað í Reykjanesbæ.
Þá kom eitt minniháttar fíkniefnamál upp á Suðurnesjum sl. nótt en karlmaður var kærður fyrir að hafa lítið magn meintra fíkniefna í sínum fórum. Málið telst upplýst.
Þá kom eitt minniháttar fíkniefnamál upp á Suðurnesjum sl. nótt en karlmaður var kærður fyrir að hafa lítið magn meintra fíkniefna í sínum fórum. Málið telst upplýst.