Alvarleg líkamsárás á Ránni
Ráðist var á mann á veitingastaðnum Ránni við Hafnargötu í Keflavík um klukkan eitt í nótt. Maður rotaði dyravörð með því að slá hann í gegnum gler í miðasölu. Dyravörðurinn skarst talsvert í andliti og er hann nú undir eftirliti á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.Árásarmaðurinn skarst á hendi og var gert að sárum hans en hann gistir nú fangageymslur og verður yfirheyrður í dag.
Árásarmanninum mun hafa verið vísað út af Ránni fyrir ölvunarlæti en hann kom skömmu síðar inn á veitingastaðinn og sló í gegnum rúðuna miðasölunni. Hnefi mannsins fór í gegnum glerið og í andlit dyravarðarins sem féll aftur fyrir sig og rotaðist. Bæði dyravörðurinn og árásarmaðurinn þurftu á læknishjálp að halda en að sögn Skúla Jónssonar varðstjóra hjá lögreglunni er nú beðið eftir að árásarmanninum renni áfengisvíman svo hægt sé að yfirheyra hann vegna árásarinnar.
Árásarmanninum mun hafa verið vísað út af Ránni fyrir ölvunarlæti en hann kom skömmu síðar inn á veitingastaðinn og sló í gegnum rúðuna miðasölunni. Hnefi mannsins fór í gegnum glerið og í andlit dyravarðarins sem féll aftur fyrir sig og rotaðist. Bæði dyravörðurinn og árásarmaðurinn þurftu á læknishjálp að halda en að sögn Skúla Jónssonar varðstjóra hjá lögreglunni er nú beðið eftir að árásarmanninum renni áfengisvíman svo hægt sé að yfirheyra hann vegna árásarinnar.