Alþjóðlegt yfirbragð í Flugstöð Leifs Eiríkssonar
Það er af sem áður var.
Það er stundum alþjóðlegt yfirbragð við Flugstöð Leifs Eiríkssonar og af sem áður var þegar stél merkt Icelandair vou ráðandi við landganga flugstöðvarinnar. Hér að ofan má sjá þrjár erlendar vélar sl. sunnudagskvöld og á myndinni hér að neðan eru íslensku félögin komin fjær stöðinni. Þá má sjá ferðamenn sofandi á gólfi flugstöðvarinnar en ferðamenn sem fara í næturflug frá Keflavík mæta oft snemma og fá sér lúr áður en þeir komast í innritun.
VF-myndir Hilmar Bragi