Alþjóðleg ráðstefna um vendinám í Keili
	Keilir, ásamt samstarfsaðilum hérlendis og erlendis, standa fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um vendinám í dag, 14. apríl 2015 og vinnubúðum um vendinám með Jonathan Bergmann og Aaron Sams á morgun, 15. apríl 2015.
	
	Ráðstefnan er liður í verkefninu „FLIP - Flipped Learning in Praxis“ sem fékk nýverið styrk úr Erasmus+ menntaáætlun Evrópusambandsins. Verkefnið hefur það markmið að búa til handbækur fyrir kennara sem hafa hug á að innleiða vendinám í kennslu og skólastarfi.
	
	Markmið ráðstefnunnar er að gefa þátttakendum innsýn í hvernig hægt er að innleiða vendinám á mismunandi skólastigum, hvort heldur sem er í stökum áföngum eða í öllu skólastarfinu. Sérstakir gestir ráðstefnunnar verða Jonathan Bergmann og Aaron Sams, forsprakkar vendinámsins í Bandaríkjunum og höfundar bókarinnar „Flip Your Classroom: Reach Every Student in Every Class Every Day“.


 
	
					 
	
						


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				