Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Alþjóðleg ljósmyndaakademína stofnuð á Vallarheiði
Fimmtudagur 20. mars 2008 kl. 11:39

Alþjóðleg ljósmyndaakademína stofnuð á Vallarheiði

Keilir hefur sett á stofn alþjóðlega ljósmyndaakademíu á Vallarheiði og er undirbúningur á lokastigi. Markmiðið er að fá til landsins ljósmyndara frá öllum heimshornum til að dvelja hér í stuttan tíma og læra hjá þeim fremstu í faginu á námskeiðum (workshop).

Búið er að fá fimm vel þekkta ljósmyndara til að kenna á fjórum námskeiðum í sumar. Það eru þeir Vincent Versace, John Paul Caponigro, Peter Gasser, Markus Zuber og Rick Simmons. Allt eru þetta ljósmyndarar sem njóta mikillar virðingar á alþjóðavísu. Forsvarsmenn akademíunnar binda því miklar vonir við að aðsóknin verði góð og benda fyrstu viðbrögð til þess en skráning hófst nú fyrir helgi þegar vefur akademíunnar var opnaður.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Farið verður með þátttakendur í lengri og styttri ljósmyndaferðir um landið en námskeiðin bera titilinn Focus on Nature. Íslenskir náttúru- og landslagsljósmyndarar koma að verkefninu m.a. með skipulagninu ljósmyndaferða. Ragnar Th Sigurðsson mun fara með hópana í dagsferðir um landið og Ellert Grétarsson, ljósmyndari Víkurfrétta, mun fara með þá í styttri ferðir um Reykjanesskagann þar sem helstu náttúruperlur hans verða ljósmyndaðar.
 

Ljósmyndakademían mun því væntanlega hafa í för með sér mikla landkynningu, ekki síst fyrir Reykjanesskagann.

Stefnt er að því síðar að bjóða upp á fjölbreytt ljósmynda- og myndvinnslunámskeið í akademíunni, bæði fyrir atvinnu- og áhugafólk.

Heimasíða ljósmyndaakademínnar er www.focusonnature.is