Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Alþjóðabjörgunarsveitin gerir búnað tilbúinn til flutnings
Föstudagur 11. mars 2011 kl. 20:29

Alþjóðabjörgunarsveitin gerir búnað tilbúinn til flutnings

Íslenska alþjóðabjörgunarsveit Slysavarnafélagsins Landsbjargar hefur verið tekin af vöktunarstigi (Monitoring) og sett á viðbúnaðarstig (Stand-by). Í því felst að búnaður sveitarinnar er tekinn saman og gerður klár til flutnings á skaðasvæði komi til þess að sveitin fari til Japans.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Íslensk stjórnvöld eru í sambandi við japönsk stjórnvöld en enn hefur ekki borist formleg beiðni um aðstoð frá þeim. Berist hún eru líkur á að sveitin verði send af stað.