Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Alþjóðabjörgunarsveitin fær tölvur á Keflavíkurflugvöll
Fimmtudagur 14. október 2010 kl. 18:59

Alþjóðabjörgunarsveitin fær tölvur á Keflavíkurflugvöll

Háskólinn í Reykjavík færði Íslensku alþjóðabjörgunarsveitinni (ICE-SAR) tvær tölvur að gjöf í dag. Tölvurnar verða notaðar í aðalbækistöðvum sveitarinnar á Keflavíkurflugvelli við gagnaskráningu búnaðar sveitarinnar við útköll hennar, en sveitin er byggð upp sem rústabjörgunarsveit sem ætlað er að bregðast við áföllum í öðrum löndum.

Hilmar Mar Aðalsteinsson, sem er meðlimur í búðahóp sveitarinnar, veitti tölvunum viðtöku af Arnari Egilssyni, þjónustustjóra tölvu- og tæknideildar HR.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024