Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Alþingishátíðardúkurinn frá 1930 til sýnis á 17. júní í Suðurnesjabæ
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 16. júní 2022 kl. 12:10

Alþingishátíðardúkurinn frá 1930 til sýnis á 17. júní í Suðurnesjabæ

Hátíðardagskrá 17. júní í Suðurnesjabæ fer fram við Gerðaskóla og hefst kl.11.30 með fánahyllingu sem er í umsjón leikmanna Reynis og Víðis.

Amelía Björk Davíðsdóttir, nýstúdent mun flytja ávarp fjallkonu og Anton Guðmundsson, formaður bæjarráðs Suðurnesjabæjar, mun flytja hátíðarræðu dagsins. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Söngatriði, leikhópurinn Lotta og Lætibær verða meðal atriða í hátíðardagskrá en þá verður líka kaffisala, bílalest og andlitsmálun.
Byggðasafnið á Garðskaga verður opið frá kl. 10.00-17.00. Frítt inn.

Þennan dag verður einn af kjörgripum safnsins, Alþingishátíðar-dúkurinn frá 1930, sérstaklega til sýnis. Dúkurinn var framleiddur til að minnast þess að þúsund ár voru liðin frá stofnun allsherjarþings árið 930 á Þingvöllum.