Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Alþingi samþykkti frestun nauðungarsölu fram yfir 28. febrúar 2010
Föstudagur 6. nóvember 2009 kl. 16:16

Alþingi samþykkti frestun nauðungarsölu fram yfir 28. febrúar 2010

Frumvarp til breytinga á lögum um nauðungarsölu nr. 90/1991 var samþykkt á Alþingi í dag. Ákvörðun um lokasölu á íbúðarhúsnæði verður því ekki tekin fyrr en eftir 28. febrúar 2010 óski skuldari eftir slíkum fresti að uppfylltum skilyrðum laganna. Frestunin gerist ekki sjálfkrafa heldur verður skuldari að óska eftir fresti, einnig þótt nauðungarsölu fasteignar hafi áður verið frestað. Lögin hafa verið birt í Stjórnartíðindum, nr. 108/2009, og öðlast gildi á morgun, 7. nóvember 2009.


Tilgangurinn með frestinum er að gefa skuldurum kost á að nýta sér þau úrræði sem í boði eru til að koma fjármálum sínum á réttan kjöl, t.d. með samningum við kröfuhafa eða greiðsluaðlögun. Þannig gefst einstaklingum frekara ráðrúm til að endurskipuleggja fjárhag sinn í ljósi nýrra heimilda sem lögfestar voru á Alþingi hinn 23. október sl., um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Samkvæmt hinum nýju lögum er gert ráð fyrir að unnt sé að fresta lokasölu á fasteign, en þau nauðungarsölumál sem styttra eru á veg komin halda áfram sína leið þar til kemur að því að taka ákvörðun um lokasölu.


Sjá lög um breyting á lögum um nauðungarsölu, nr. 90/1991, með síðari breytingum:
http://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=4765d8e0-ef6d-4965-8f17-8aa1d4a1d87b