Almennt öryggi frekar en bein ógn
Svo virðist sem rök þeirra sem vilja tryggja varnir landsins séu að best sé að hafa vaðið fyrir neðan sig og taka enga áhættu. Minna var um að viðmælendur Fréttablaðsins bentu á beina hættu sem kallaði á veru varnarliðs. ,,Það eru almenn viðhorf um varnar- og öryggishagsmuni Íslendinga sem ráða ferðinni," segir Jónína Bjartmarz, varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis og þingmaður Framsóknarflokks. Hún varar við því að dregið verði úr vörnum þó menn sjái ekki fyrir beinar ógnir eins og þær sem landsmenn stóðu frammi fyrir á tímum Kalda stríðsins. Nýjar hættur steðji að. ,,Við getum litið aftur til 11. september. Það sá enginn þá ógn og þær hörmungar fyrir. Við verðum því að hafa trúverðugar varnir." ,,Staðreyndin er sú að það þarf að fara fleiri þúsund kílómetra, eiginlega um hálfan hnöttinn, til að komast til ríkja sem ekki eru í ýmis konar pólitískum, efnahagslegum eða jafnvel hernaðarlegum bandalögum með Íslandi," segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna. "Þess vegna spyr maður sig hvaðan sú ógn sem kallar á viðveru hersins stafi. Menn nefna helst til sögunnar hryðjuverk og skipulagða glæpastarfsemi. Þeirri ógn verjast menn ekki með herstöðvum."
,,Allar þjóðir í heiminum telja sig þurfa á ákveðnum grunnvörnum að halda gegn fyrirséðum og ófyrirséðum ógnum," segir Guðmundur Árni Stefánsson, fulltrúi Samfylkingar í utanríkismálanefnd. ,,Við lifum því miður í óstöðugum heimi. Þó það sé friðvænlegt í okkar heimshluta um þessar mundir og verði vonandi áfram er erfitt að spá fyrir um framtíðina." Hann segir að í raun megi lýsa afstöðunni með enska orðtakinu ,,better safe than sorry", það eigi frekar að halda uppi vörnum en taka áhættuna á því að ekkert gerist.
Guðlaugur Þór Þórðarson, varamaður Sjálfstæðisflokks í utanríkismálanefnd, segir að málaflokkar verði ekki mikið mikilvægari en öryggismál. Þar sé ekki um neina skammtímahagsmuni að ræða. ,,Það er ekki verið að hugsa tvo daga fram í tímann. Menn hljóta að hugsa þetta í lengra samhengi." Hann segir að þó ógnir kalda stríðsins eigi ekki lengur við horfi menn upp á nýjar og jafnvel hættulegri ógnir, til dæmis í formi hryðjuverka. ,,Ég ætla ekkert að fara að leggja út af því að það geti hitt og þetta gerst. Það sem ég vil hins vegar sjá er að öryggis- og varnarmál séu vel tryggð. Þar er ég ekki reiðubúinn að taka neina áhættu."
,,Allar þjóðir í heiminum telja sig þurfa á ákveðnum grunnvörnum að halda gegn fyrirséðum og ófyrirséðum ógnum," segir Guðmundur Árni Stefánsson, fulltrúi Samfylkingar í utanríkismálanefnd. ,,Við lifum því miður í óstöðugum heimi. Þó það sé friðvænlegt í okkar heimshluta um þessar mundir og verði vonandi áfram er erfitt að spá fyrir um framtíðina." Hann segir að í raun megi lýsa afstöðunni með enska orðtakinu ,,better safe than sorry", það eigi frekar að halda uppi vörnum en taka áhættuna á því að ekkert gerist.
Guðlaugur Þór Þórðarson, varamaður Sjálfstæðisflokks í utanríkismálanefnd, segir að málaflokkar verði ekki mikið mikilvægari en öryggismál. Þar sé ekki um neina skammtímahagsmuni að ræða. ,,Það er ekki verið að hugsa tvo daga fram í tímann. Menn hljóta að hugsa þetta í lengra samhengi." Hann segir að þó ógnir kalda stríðsins eigi ekki lengur við horfi menn upp á nýjar og jafnvel hættulegri ógnir, til dæmis í formi hryðjuverka. ,,Ég ætla ekkert að fara að leggja út af því að það geti hitt og þetta gerst. Það sem ég vil hins vegar sjá er að öryggis- og varnarmál séu vel tryggð. Þar er ég ekki reiðubúinn að taka neina áhættu."