Almennt góð aflabrögð
Nokkuð góð veiði hefur verið í apríl hjá litlu beitningabátunum sem róa frá Sandgerði. Sem dæmi má nefna að Ásta GK fékk 26 tonn í fjórum róðrum og Hafdís GK 31 tonn í 5 róðrum. Athafnalífið við Sandgerðishöfn hefur verið með fjörlegra móti undanfarið þegar bátarnir koma inn á kvöldin en góð veiði hefur t.d. verið hjá dragnótarbátunum.
Grindavíkubátarnir Jóhanna Gísladóttir og Páll Jónsson GK eru efstir á aflalista fréttavefsins www.aflafrettir.com yfir aflabrögð línubáta í apríl. Jóhanna með 312 tonn í fimm róðrum og Páll mep 265 tonn í fjórum róðrum. Páll GK komst mest í 99 tonn í einum róðri. Bæði þessi skip eru gerð út af Vísi hf í Grindavík.