Almennri móttöku HSS lokað og vaktmóttökufyrirkomulagi breytt
Í ljósi neyðarstigs almannavarna vegna COVID-19 mun Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í Keflavík og Grindavík gera talsverðar breytingar á almennri móttöku og vaktþjónustu og efla fjarþjónustu.
Tímabundið er almennri móttöku lokað og vaktmóttökufyrirkomulagi breytt, auk þess sem tímum í sykursýkismóttöku og til háls-, nef- og eyrnalækna mun verða aflýst.
Haft verður samband við alla þá sem eiga bókaða tíma og reynt að leysa erindið símleiðis ef mögulegt er.
Þetta er gert til að draga úr smithættu skjólstæðinga sem og starfsfólks.
Í neyð ráðleggjum við fólki að hringja í 112.
Fólki sem er í neyð og leitar á heilsugæslu er alltaf sinnt.
Öllum sem þurfa á vaktþjónustu að halda er bent á að hafa samband við heilsugæsluna í síma 422 0500, eða bóka símatíma á www.heilsuvera.is
Símsvörun á HSS er allan daginn 8-20 og um helgar 10-20. Öllum skjólstæðingum verður vísað í símatíma hjá fagfólki.
Ungbarnavernd og mæðravernd verður áfram en tímar ef til vill færðir. Upplýsingar um frekari breytingar á starfseminni verður auglýst á heimsíðu HSS og Facebook-síðu HSS.
Nánari upplýsingar um Covid-faraldurinn er annars að finna á www.covid.is, www.heilsuvera.is og www.heilsugaeslan.is
Hér má fylgjast með nýjustu uppfærslum á fésbók HSS.