Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Almenn óánægja með nafngiftina
Mánudagur 18. desember 2006 kl. 15:18

Almenn óánægja með nafngiftina

Samkvæmt könnun sem verið hefur í gangi hér á vf.is síðustu daga ríkir almenn óánægja með nafnið á nýja hringtorginu á gatnamótum Hafnargötu og Flugvallarvegar í Reykjanesbæ.

Nýja hringtorgið fékk nafnið Reykjavíkurtorg og spurðu Víkurfréttir hvernig fólki líkaði við nýja nafnið. Alls voru 49% svarenda mjög ósáttir við nafn hringtorgsins og 9% voru ósáttir. Það gera 58% svarenda sem eru ósáttir við nafnið Reykjavíkurtorg en alls voru 21% svarenda sem voru sáttir eða mjög sáttir við nafnið.

19% svarenda stóð á sama hvert nafnið væri en ósennilegt þykir að nafninu verði breytt héðan í frá. Viðar Már Aðalsteinsson, forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar, sagði í samtali við Víkurfréttir að nafnið væri hluti af borgarbrautinni og á henni verða hringtorg með nöfnum stórborga. „Ég er ekki frá því að fólk eigi eftir að taka þetta í sátt, sérstaklega ef það skoðar málið í heild. Þetta er spennandi verkefni og á hverju hringtorgi mun vera kennileiti frá borginni sem það verður kennt við,“ sagði Viðar Már.

Næstu torg munu heita Lundúnartorg, Rómartorg, Parísartorg og Washingtontorg sem staðsett verður næst Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Ný könnun er nú komin hér inn á vf.is og að þessu sinni er spurt hvað fólk ætli að hafa í jólamatinn.

 

[email protected]

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024