Almenn ánægja með nám og kennslu
- samkvæmt niðurstöðum Skólavogarinnar.
Almenn ánægja er meðal foreldra í Reykjanesbæ með nám og kennslu barna í grunnskólum bæjarins. Þetta kemur fram í Skólavoginni, mælitæki þar sem safnað er saman upplýsingum um grunnskólastarf. Reykjanesbær var númer fjögur af þeim 27 sveitarfélögum sem tóku þátt í foreldrakönnuninni í ár.
Gylfi Jón Gylfason, fræðslustjóri Reykjanesbæjar, segir niðurstöðuna gleðiefni og segir að margir samverkandi í þættir í skólasamfélaginu þurfi að fara saman til að fá svona niðurstöðu og nefnir sérstaklega gæðakennara, markvisst foreldrasamstarf, góða stjórnendur, metnaðarfulla nemendur og skýra stefnu.