Almenn ánægja hjá kaupmönnum með jólaverslunina
Jólaverslun á Suðurnesjum virðist hafa verið góð miðað við litla könnun sem Víkurfréttir gerðu meðal eigenda verslana. Víkurfréttir hafa tekið saman meðfylgjandi myndband úr jólaversluninni, þar sem verslunarfólk og viðskiptavinir voru teknir tali.
Sturla Eðvarsson, framkvæmdastjóri Samkaupa segir menn sátta á þeim bænum og jólaverslun hafi verið góð, sérstaklega síðustu dagana.
Flestir verslunareigendur á Hafnargötunni í Keflavík voru sáttir og sumir mjög ánægðir og sögðu að það hefði verið greinilegt að fólk hafi verslað heima fyrir þessi jól.
„Mér fannst ég sjá það mjög greinilega að fólk veslaði meira hér heima fyrir þessi jól,“ sagði Lilja Valþórsdóttir í versluninni Cabo sem skartaði best skreytta jólaglugganum fyrir þessi jól. Sigurður Björgvinsson í K-sport var mjög ánægður með jólaverslunina og sama sama var uppi á teningnum hjá þeim systrum Kristínu og Hildi Kristjánsdætrum í Kóda. Óskar Færseth og Fjóla Þorkelsdóttir sögðu að salan hefði verið betri en þau hefðu þorað að vona og María Sigurðardóttir í Hljómvali sagði að jólasalan hefði verið mjög góð.