Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Almannavarnir vara við veðri á gamlársdagsmorgun
Björgunarsveitin Þorbjörn að störfum í ófærðinni um jólin. Mynd: Slysavarnafélagið Landsbjörg
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
fimmtudaginn 29. desember 2022 kl. 17:27

Almannavarnir vara við veðri á gamlársdagsmorgun

Á gamlársdagsmorgun er útlit fyrir allhvassa suðaustanátt sunnan- og vestantil á landinu með snjókomu og skafrenningi samkvæmt Veðurstofu Íslands. Það eru því líkur á að færð spillist. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Á morgun (30. desember) verður hins vegar rólegt veður víðast hvar og er fólk hvatt til að nýta daginn til að klára að útrétta fyrir áramótin.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á heimasíðu Vegagerðarinnar kemur einnig fram að búast megi við að færð á vegum verði þung og að jafnvel komi til lokana. Því eru vegfarendur hvattir til að fylgjast vel með færð og veðri á umferdin.is ef ætlunin er að aka milli landshluta.