Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Almannavarnafulltrúi ráðinn
Föstudagur 20. október 2023 kl. 06:07

Almannavarnafulltrúi ráðinn

Almannavarnafulltrúi mun taka til starfa innan embættis Lögreglunnar á Suðurnesjum. Þetta kom fram í máli Guðrúnar Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum síðasta laugardag.

Ráðherra sagði að fram hafi komið áhyggjur af því að á svæðinu sé ekki starfandi almannavarnafulltrúi hjá Lögreglunni á Suðurnesjum, sér í lagi í ljósi tíðra almannavarnaraðstæðna sem komið hafa upp síðustu ár.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Ég hef meðtekið þær áhyggjur og deili þeim með ykkur. Ég fæ því að deila þeim ánægjulegu fregnum með ykkur að í samstarfi við lögreglustjórann á Suðurnesjum hefur málið verið leyst og til starfa mun taka almannavarnafulltrúi hjá embættinu. Er það nú þegar í ferli,“ sagði Guðrún á fundinum.