Allý er komin heim
Aðalheiður Lára Jósefsdóttir eða Allý eins og hún er jafnan kölluð er komin heim eftir langa spítalavist í Danmörku. Allý dvelur nú á Barnaspítala Hringsins og hefur þegar farið í eina húðágræðsluaðgerð hér heima ásamt nokkrum öðrum minni aðgerðum.
Eins og kunnugt er þá brenndist Allý illa þegar hún settist í 80 gráðu heitt vatn á heimili sínu og var í kjölfarið flutt á Brunadeild danska Ríkisspítalans en hún var þar um tveggja mánaða skeið. Að sögn aðstandenda líður Allý vel en hún mun dveljast áfram á Barnaspítala Hringsins, vonir standa til þess að Allý komist heim fyrir jól en að svo stöddu er ekki hægt að segja til um hvort það hafist.