Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Alltaf gaman að fá þjórfé
Þriðjudagur 17. desember 2013 kl. 09:39

Alltaf gaman að fá þjórfé

Ingó fékk 500 kr. þakkargjörðar-þjórfé

Ingó fékk 500 kr. þakkargjörðar-þjórfé

„Þetta var skemmtileg heimsókn og það er auðvitað alltaf gaman að fá þjórfé þó það sé sjaldgæft hér á Íslandi,“ sagði Ingólfur Karlsson eigandi veitingastaðarins Langbest sem veifaði 500 króna peningaseðli í lok dags en boðið var upp á þakkargjörðarkalkún með tilheyrandi meðlæti á staðnum á þakkargjörðardeginum í lok nóvember.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Heimamenn hafa tekið kalkúnaveislunni vel á Langbest og nú mættu nærri 300 manns í mat þennan fimmtudag, í hádeginu eða um kvöldið. Tveir viðskiptavina staðarins voru bandarískir flugmenn sem voru fastir á eyjunni köldu en gistu í nágrenni gamla hervallarins á hóteli í Keflavík. Þar fengu þeir þær upplýsingar að það væri „amerískur“ þakkargjörðarmatur á veitingastaðnum þar sem áður voru amerískir veitingastaðir á tímum Varnarliðsins. Þeir mættu og borðuðu af bestu lyst og voru svo ánægðir að þeir „tipsuðu“ Ingó. Færðu honum 500 króna seðil í þjórfé og þökkuðu honum innilega fyrir frábæra máltíð. Það fylgdi sögunni að þeir hefðu aldrei verið í útlöndum á þessum degi áður og því hafi Ingó bjargað þakkargjörðardeginum þeirra.

„Það var gaman að fá þá. Við fáum af og til skemmtilegar heimsóknir útlendinga en þeir hafa verið fjölmennir hér við gæslustörf á þessu ári,“ sagði Ingó hress að vanda.