Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Allt til reiðu fyrir Sólseturshátíð
Föstudagur 12. ágúst 2005 kl. 16:55

Allt til reiðu fyrir Sólseturshátíð

Allt er til reiðu fyrir Sólseturshátíðina á Garðskaga sem verður haldin á morgun. Búið er að slá túnið, skipuleggja bílastæði og tjaldsvæði og sölubásar komnir upp. Sviðið hefur einnig verið sett upp og máluðu krakkar í sumarvinnunni í Garði fallega mynd á gamla vatnsdæluskúrinn í Út-Garði sem sýnir skemmtilega útfærða mynd af gamla vitanum og hval í sólarlagi. Mun þessi mynd bjóða gestum velkomin á Sólseturshátíðina, sem byrjar á morgun með menningar- og sögutengdri göngu og fræðslu frá Íþróttahúsinu og út á Garðskaga. Hefst þessi ganga kl. 11:00.

Etir það tekur við eftirfarandi dagskrá:

kl.13:00
Ratleikur, leikir, knattþrautir o.fl. Umsjón Björn Vilhelmsson og Laufey Erlendsdóttir. Pylsusala, blöðrusala og leikbásar í umsjón 10. bekkjar Gerðaskóla, en ágóði fer í utanlandsferð til Danmerkur.

Kl. 14:00
Menningar-og sögutengd fræðsla fyrir börn og fullorðna. Mæting við fuglaskiltin á Garðskaga.

Kl.15:00
Fjöruferð og föndur fyrir börnin. Umsjón Kristjana Kjartansdóttir. Mæting hjá "vitavarðarhúsinu".

Kl.16:00
Söngvarakeppni. Umsjón Agnar Júlíusson og Álfhildur Sigurjónsdóttir. Látið þau skrá ykkur í keppnina.

Kl.18:00-20:00
Matarhlé

Kl.20:00
Trúbadorar, harmonikkuleikarar, Grænir vinir.

Kl.23:00
Varðeldur. Brennustjóri Árni Guðnason.

Eftir varðeld sér hljómsveitin Grænir vinir um að halda uppi fjörinu.

Einnig er dúkkusýnning í gamla vitavarðarhúsinu og er hún öllum opin laugardag og sunnudag.

 

Sunnudagur 14. ágúst kl.11:00

Menningar og sögutengd ganga frá Leirunni í Garði að Garðskagavita.

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024