Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Allt með kyrrum kjörum í Grindavík
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
fimmtudaginn 6. júlí 2023 kl. 09:11

Allt með kyrrum kjörum í Grindavík

Rúmlega 4000 skjálfar hafa mælst frá því að jarðskjálftahrinan hófst á Reykjanesskaga á þriðjudag og hafa fjórtán þeirra mælst yfir fjórum að stærð, sá stærsti 4,8. Dregið hefur úr styrk þeirra undanfarnar klukkustundir en alls mældust um 900 jarðskjálftar frá miðnætti.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ennþá virðist skjálftavirknin ver á 3-4 kílómetra dýpi þar sem hún er þéttust en dýpt skjálftanna segir til um hversu nálægt yfirborði kvika er á hreyfingu. Þó svo að dregið hafi úr styrk skjálftanna segir það ekki allt um hvort minni líkur séu á eldgosi. 

Rétt fyrir klukkan átta mældist skjálfti um fjórir að stærð en hann var sá stærsti síðan klukkan ellefu í gærkvöldi.