Allt íbúðarhúsnæði í nýtingu á næstu tveimur árum
Í dag eru um 70% af fjölskylduhúsnæði á Ásbrú í nýtingu og 30% af einstaklingshúsnæði. Kadeco, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, gerir ráð fyrir að á næstu tveimur árum verði allt fjölskyldu- og einstaklingshúsnæði komið í nýtingu.
Í viðtali við Víkurfréttir í gær sagði Kjartan Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Kadeco, að gert sé ráð fyrir nokkrum ólíkum hlutverkum fyrir einstaklingshúsnæðið. „Hluti þess tengist uppbyggingu í ferðaþjónustu. Annað lítur að mönnun nýrra starfa við flugvöllinn. Þá sjáum við möguleika á að breyta hluta af einstaklingshúsnæðinu í skrifstofur, m.a. í tengslum við starfsemi á svæðinu og uppbyggingu flugvallarins,“ segir Kjartan Þór.