Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Allt í rúst eftir fyrstu vetrarlægðina
Seglið sem umlék húsið sprakk með látum í veðrinu síðdegis.
Mánudagur 6. nóvember 2017 kl. 00:00

Allt í rúst eftir fyrstu vetrarlægðina

- Kári svipti hulunni af fjölbýlishúsinu

Undanfarnar vikur hafa staðið yfir miklar framkvæmdir við fjölbýlishús á Ásbrú. Húsinu var vandlega pakkað inn í yfirbreiðslu til að verja húsið og starfsmenn á framkvæmdatímanum.
 
First vetrarlægðin bankaði svo uppá síðdegis og fyrst enginn kom til dyra þá svipti Kári sjálfur hulunni af framkvæmdunum.
 
Að ofan má sjá hvernig umhorfs var á framkvæmdasvæðinu í dag en að neðan má sjá innpakkað húsið fyrir fáeinum dögum síðan.
 
Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi

 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024