Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Allt í plati!
Ásta Dís Óladóttir í versluninni Victora's Secret í Fríhöfninni.
Miðvikudagur 2. apríl 2014 kl. 15:40

Allt í plati!

- Þrjú aprílgöbb hjá Víkurfréttum í gær.

Varla fór fram hjá neinum að fyrsti apríl var í gær. Eins og flestir aðrir fjölmiðlar gerðu Víkurfréttir þrjár tilraunir til að fá lesendur sína til að hlaupa apríl.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sagt var frá stórútsölu Fríhafnarinnar sem stóð til að halda í fyrsta sinn í Keflavík, þar sem Arion banki var áður til húsa að Hafnargötu 90. Þar áttu að vera til sölu Victoria's Secret undirfatnaður, þekkt rafmagnstæki og sælgæti á útsölu-Fríhafnarverði. Í „viðtali“ sagði Ásta Dís Óladóttir, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar, að fengist hefði undanþága fyrir útsölunni vegna þess að safnast hefði upp lager á undanförnum árum.


Þá greindum við frá því að 15 fermetra manngengur hellir hefði fundist í holu á Tjarnargötu þar sem vatnslögn hafði gefið sig. Starfsmenn frá HS Veitum hefðu grafið niður á hellinn. Ellert Grétarsson, mikill áhugamaður um hellaskoðun, var látinn vera fyrsti maðurinn til að skríða ofan í holuna.
 

Einnig var Dagur B. Eggertsson kynntur til leiks sem bæjarstjóraefni Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ og myndi kynna framboðslistann í hádeginu þann dag. Núverandi oddviti Samfylkingarinnar, Friðjón Einarsson, var sagður vera ánægður með að hafa landað Degi.