Allt hvítt - fúl veðurspá
Nú er allt orðið hvítt í Reykjanesbæ og nokkuð þétt snjókoma í bænum. Gert er ráð fyrir áframhaldandi úrkomu í dag. Í nótt og á morgun er síðan nokkuð fúl veðurspá fyrir Faxaflóasvæðið. Þá gengur í norðan og norðaustan 20-33 m/s með snjókomu í nótt og frystir, hvassast á sunnaverðu Snæfellsnesi.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag:
Norðan 13-20 m/s, og hríð norðanlands um morguninn en úrkomulítið sunnanlands. Dregur úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn, en snýst í norðvestan hvassviðri með norðausturströndinni Fost víða 0 til 5 stig, kaldast til landsins, en víða frostlaust með austurströndinni.
Á mánudag (gamlársdagur):
Norðan og norðvestan 8-13 m/s og él um landið norðanvert, en hægari og úrkomulítið sunnantil. Hiti breytist lítið.
Á þriðjudag:
Útlit fyrir hæglætisveður, bjartviðri og talsvert frost, einkum til landsins.
Á miðvikudag:
Búast má við austanátt með snjókomu og síðan rigningu, en snýst í suðvestanátt með skúrum síðdegis.
Á fimmtudag:
Líklega hægir vindar og léttskýjað, en kalt.