Allt flug stöðvast í nótt
Allt flug um Keflavíkurflugvöll mun stöðvast í fyrramálið milli kl.04 og 09 í fyrramálið. Félagsmenn í FFR, Félagi flugmálastarfsmanna, SFR og LSS sem starfa hjá fyrirtækinu munu þá fara í boðað verkfall.
Að sögn Kristjáns Jóhannssonar formanns Félags flugmálastarfsmanna ríkisins, FFR, hefur ekkert gengið í viðræðum og mikið ber í milli hjá deiluaðilum.
Aðeins verður sjúkra- og björgunarflugi leyfð umferð um Keflavíkurflugvöll á þessum tíma á morgun.
Kristján segir að verkfallsverðir munu staðsetja sig við öll hlið á Keflavíkurflugvelli og standa verkfallsvakt á meðan verkfallinu stendur.