Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Allt að 7 stiga hiti
Mánudagur 24. janúar 2011 kl. 08:26

Allt að 7 stiga hiti

Suðvestan 3-8 m/s og úrkomulítið framan af morgni við Faxaflóa, en síðar 10-15 og dálítil væta. Hægari og úrkomuminni á morgun. Hiti 2 til 7 stig.


Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hæg suðlæg átt og þurrt að kalla framan af morgni, en síðar suðvestan 8-13 m/s og dálítil væta. Hæg vestanátt og súld öðru hvoru á morgun. Hiti 2 til 7 stig.


Veðurhorfur á landinu næstu daga


Á þriðjudag:
Vestlæg átt, víða 5-10 m/s og lítilsháttar væta á V-verðu landinu, en bjart eystra. Hiti 2 til 7 stig, en vægt frost í innsveitum á NA-lands.


Á miðvikudag:
Suðvestan 8-13 m/s og dálítil rigning eða súld V-lands, en víða léttskýjað fyrir austan. Hiti 3 til 8 stig.


Á fimmtudag og föstudag:
Vestlæg átt og éljagangur, en úrkomulítið A-lands. Kólnandi veður.


Á laugardag og sunnudag:
Útlit fyrir suðvestanátt með hlýnandi veðri.