Allt að 400 íbúðir verða í nýju hverfi
Bæjaryfirvöld í Vogum hafa samþykkt samning við Kristjón Benediktsson um uppbyggingu íbúðabyggðar í svokölluðu Grænuborgarhverfi. Gert er ráð fyrir að rúmlega 400 íbúðir rísi á svæðinu í tveimur áföngum og verða 233 íbúðir byggðar í þeim fyrri. Ráðgert er að framkvæmdir hefjist í sumar.
Fyrri áfanginn samanstendur af 53 einbýlishúsalóðum, 10 íbúðum í parhúsum, 50 íbúðum í raðhúsum, 24 íbúðum í keðjuhúsum og 96 íbúðum í fjölbýlishúsum. Ef áform Kristjóns ganga eftir mun fyrri áfanginn þýða að íbúum bæjarfélagsins fjölgi um allt að 700, að því er segir á vefsíðu sveitarfélagins.
Þar kemur einnig fram að í deiliskipulaginu sé gert ráð fyrir lóðum undir grunnskóla og leikskóla og verður hafist handa strax í haust við undirbúning að byggingu á nýjum leikskóla.
Fyrri áfanginn samanstendur af 53 einbýlishúsalóðum, 10 íbúðum í parhúsum, 50 íbúðum í raðhúsum, 24 íbúðum í keðjuhúsum og 96 íbúðum í fjölbýlishúsum. Ef áform Kristjóns ganga eftir mun fyrri áfanginn þýða að íbúum bæjarfélagsins fjölgi um allt að 700, að því er segir á vefsíðu sveitarfélagins.
Þar kemur einnig fram að í deiliskipulaginu sé gert ráð fyrir lóðum undir grunnskóla og leikskóla og verður hafist handa strax í haust við undirbúning að byggingu á nýjum leikskóla.