Allt að 300 einstaklingar sækja um matarúthlutun í Reykjanesbæ
Um 270-300 einstaklingar sækja um matarúthlutun hjá Fjölskylduhjálp í Reykjanesbæ í hverjum mánuði. Velferðarráð Reykjanesbæjar heimsótti aðsetur Fjölskylduhjálpar Íslands að Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ í síðustu viku.
Anna Valdís Jónsdóttir, varaformaður Fjölskylduhjálpar og umsjónarmaður í Reykjanesbæ, tók á móti fulltrúum velferðarráðs og sagði frá starfseminni. Fjölskylduhjálp Íslands hefur óskað eftir stuðningi Reykjanesbæjar við neyðarsjóð en fram hefur komið að Fjölskylduhjálp þarf að hætta úthlutunum yfir sumarmánuðina vegna fjárskorts.