Allt að 13 stiga hiti í dag
Í morgun kl. 06 var suðlæg átt, fremur hæg víðast hvar og víða bjartviðri, en stöku skúrir vestantil. Hiti 3 til 9 stig.
Viðvörun! Búist er við stormi á Grænlandssundi.
Yfirlit: Á sunnanverðu Grænlandshafi er minnkandi 992 mb lægð, en langt SSV í hafi er vaxandi 984 mb lægð sem fer NNA.
Veðurhorfur á landinu
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Sunnan 5-10 m/s og stöku skúrir, en léttskýjað austantil á landinu. Gengur í suðaustan 10-15 með súld eða rigningu SV- og V-lands um og eftir hádegi, en hægari vindur og að mestu þurrt annars staðar. Austlægari seint í kvöld og nótt og úrkomuminna vestantil. Austan og norðaustan 10-15 og rigning suðaustanlands á morgun, en heldur hægari austanátt og úrkomulítið í öðrum landshlutum. Hiti 8 til 15 stig.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Vaxandi suðaustanátt með morgninum og rigning eða súld eftir hádegi, víða 10-15 m/s síðdegis. Austlægari, heldur hægari og úrkomulítið í nótt og á morgun. Hiti 8 til 13 stig.
Viðvörun! Búist er við stormi á Grænlandssundi.
Yfirlit: Á sunnanverðu Grænlandshafi er minnkandi 992 mb lægð, en langt SSV í hafi er vaxandi 984 mb lægð sem fer NNA.
Veðurhorfur á landinu
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Sunnan 5-10 m/s og stöku skúrir, en léttskýjað austantil á landinu. Gengur í suðaustan 10-15 með súld eða rigningu SV- og V-lands um og eftir hádegi, en hægari vindur og að mestu þurrt annars staðar. Austlægari seint í kvöld og nótt og úrkomuminna vestantil. Austan og norðaustan 10-15 og rigning suðaustanlands á morgun, en heldur hægari austanátt og úrkomulítið í öðrum landshlutum. Hiti 8 til 15 stig.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Vaxandi suðaustanátt með morgninum og rigning eða súld eftir hádegi, víða 10-15 m/s síðdegis. Austlægari, heldur hægari og úrkomulítið í nótt og á morgun. Hiti 8 til 13 stig.