Allt að 12 stiga hiti, hætt við þokubökkum
Í morgun kl. 06 var norðaustlæg átt, yfirleitt 8-15 m/s, hvassast við ströndina. Él eða slydduél voru við ströndina norðan- og austantil, en annars skýjað með köflum og þurrt að mestu og á Suður- og Suðvesturlandi var léttskýjað. Kaldast var eins stigs frost við Mývatn, en hlýjast 7 stiga hiti á Fagurhólsmýri. Veðurhorfur á landinu næsta sólarhring:
Norðlæg átt, 8-13 m/s, en hægari með kvöldinu. Slydduél um norðanvert landið fram á kvöld, en annars yfirleitt léttskýjað. Vestlæg átt, 3-8 m/s og víða léttskýjað á morgun, en sums staðar þokubakkar úti við norður- og vesturströndina. Hiti 1 til 12 stig að deginum, hlýjast sunnanlands, en víða vægt frost í nótt.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhring:
Norðlæg átt, víða 8-13 m/s, en hægari síðdegis og hæg vestlæg eða breytileg átt í nótt. Yfirleitt léttskýjað, en hætt við þokubökkum við sjóinn í nótt. Hiti 5 til 11 stig í dag, en vægt næturfrost inn til landsins.
Norðlæg átt, 8-13 m/s, en hægari með kvöldinu. Slydduél um norðanvert landið fram á kvöld, en annars yfirleitt léttskýjað. Vestlæg átt, 3-8 m/s og víða léttskýjað á morgun, en sums staðar þokubakkar úti við norður- og vesturströndina. Hiti 1 til 12 stig að deginum, hlýjast sunnanlands, en víða vægt frost í nótt.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhring:
Norðlæg átt, víða 8-13 m/s, en hægari síðdegis og hæg vestlæg eða breytileg átt í nótt. Yfirleitt léttskýjað, en hætt við þokubökkum við sjóinn í nótt. Hiti 5 til 11 stig í dag, en vægt næturfrost inn til landsins.