Allt að 10 gömul vindstig og slydda seint í nótt
Veðurstofan gerir ráð fyrir að óveður skelli á seint í nótt suðvestantil á landinu og að vindhraði verði 23-28 metrar á sekúndu sem eru 9-10 gömul vindstig. Spáð er ört vaxandi austanátt í nótt og slyddu sunnan- og suðvestanlands seint í nótt, en norðan- og austantil með morgninum. Mun hægari suðaustanátt verður síðdegis á morgun en austan 18-23 allra nyrst. Gert er ráð fyrir hlýnandi veðri.Veðurhorfur fyrir Faxaflóasvæðið næsta sólarhring: Vaxandi austanátt og þykknar upp, 23-28 og slydda seint í nótt, en rigning með morgninum. Suðaustan 10-15 og rigning eða súld síðdegis, en gengur í suðvestan 18-25 m/s annað kvöld með slyddu. Hlýnandi veður, hiti 4 til 8 stig síðdegis, en kólnar síðan aftur.
Veðurspá gerð 9. 2. 2003 - kl. 22:10
Myndin: Það blés heldur betur á Viðar Oddgeirsson myndatökumann Sjónvarpsins þegar þessi mynd var tekni af honum í Sandgerði. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Veðurspá gerð 9. 2. 2003 - kl. 22:10
Myndin: Það blés heldur betur á Viðar Oddgeirsson myndatökumann Sjónvarpsins þegar þessi mynd var tekni af honum í Sandgerði. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson