Allt á réttri leið við Grindavíkurhöfn
Að sögn hafnarmanna í Grindavík hefur gengið mjög vel þar að undanförnu og allt að fara á fullt. Sturla kom til hafnar með 53.604 kg í síðustu viku og Þuríður Halldórsdóttir var með 65.280 kg í einni ferð. Þröstur kom til hafnar með 10.331 kg eftir eina dragnótarferð en Hrappur var með mest handveiðarfærabáta eða rúmlega 2.000 kg. Línubátarnir hafa einnig verið að koma með ágætis afla. Albatros var með 48 tonn, Fjölnir með 46,7 tonn og Freyr með rúm 71 tonn. Kópur kom með 58 tonn á línu í síðustu vikur en veiði í net hefur verið frekar dræm.