Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Allt á fullu í Saltveri
Mánudagur 3. mars 2008 kl. 19:52

Allt á fullu í Saltveri

Sjávarútvegsráðherra hefyr ákveðið að auka aflamark loðnu um 50.000 tonn. Heildaraflamark verður því 207.000 tonn og þar af koma um 152.000 tonn í hlut íslenskra skipa.
Mælingar Árna Friðrikssonar úti fyrir Suðaustur- og Austurlandi leiddu í ljós 56.000 tonn og þar af rúm 50.000 tonn af kynþroska loðnu. Þessi loðna er talsvert austar en áður og taldi Hafró því rétt að leyfa frekari veiðar.

„Við fengum um 1400 tonn og hér allt búið að vera á fullu í tvo sólarhringa. Við erum erum að frysta á Japan og Rússland og erum að undirbúa okkur í hrognin. Við eigum von á skipi í kvöld og þessi viðbót getur munað nokkrum förmum fyrir okkur, “ sagði Þorsteinn Erlingsson í Saltveri þegar VF sló á þráðinn til hans í dag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024